Fasteignir og verðmat

Verðmat fasteigna

Fasteignir og verðmat

Að fá verðmat á fasteign er heldur einfalt mál. Flestar fasteignasölur taka að sér verðmat á fasteignum og nokkrar gera það þér að kostnaðarlausu. Ef seld er fasteign með önnur fasteignakaup í huga þarf einnig að athuga hversu mikið eigið fé þú hefur í fasteign þinni. Það er, reiknað er söluvirði fasteignarinnar og tekið er í burtu öll áhvílandi lán og kostnað við söluna. Gott er að reikna út eigið fé til að vita hversu mikið þú munt fá í lok sölu.

Fyrsta skrefið þegar hugað er að sölu fasteignar er að hafa samband við fasteignasölu til að verðmat. Hægt er líka að gera gróft verðmat á netinu á heimasíðum fasteignasala áður en lengra er haldið. Nokkra fasteignasölur bjóða upp á frítt verðmat og er kjörið að nýta sér þá þjónustu. Þeir taka síðan ákvörðun hvort þeir vilji sjá um sölu og þá er í höndum eigandans hvort ráðist er í söluferli eða ekki.

Verðmat fasteigna fyrir bankaverðmat eða aðra nýtingu er annað mál. Fasteignasölur geta framkvæmt verðmat gegn gjaldi en sjaldgæft er að þær séu gerðar endurgjaldslaust undir slíkum kringumstæðum. Sumar sölur kunna að hafa skilmála, því þarf að gæta þess vel að ana ekki út í ferli tengt sölu. Til eru dæmi um eigendur sem hættu við sölu og þurftu því að borga fasteignasölunni 20.000 kr. Því skal varast að sum verðmöt haldist frí aðeins ef sama fasteignasala fær söluréttindin eða ef sala er gerð af þeim. Það er þó sjaldgæft en best er að hafa varann á.

Ef um söluferli er að ræða er best að tala við fasteignasölu og ef hafður er augastaður á sérstakri eign í skiptum er gott að hafa samband við þann söluaðila. Sú fasteignasalan sem hefur söluumboð á eftirsóttri eign ætti að geta komist að besta mögulega tilboði ef hún sér um söluumboðið á þinni eign einnig. Það er einnig líklegra að fá frítt verðmat án nokkra skilmála ef þeir eru líklegir til að vera með söluumboð á þinni eign.

Continue Reading

Að ferðast Gullna hringinn

Hinir ýmsu ferðamátar um Gullna hringinn

Kerid is a beautiful crater lake of a turquoise color located on the South-West of Iceland. HDRGullni hringurinn er einn af elstu markaðsettu ferðum fyrir ferðamenn á Íslandi. Þingvellir, Gullfoss og Geysir eru helstu áfangastaðir ferðarinnar, þó að fjölmargir aðrir áhugaverðir staðir eru á svæðinu. Þúsundir ferðamanna ferðast um Gullna hringinn árlega og fjölmargir valkostir þegar kemur að ferðamáta og tilhögun ferðarinnar. Það er mjög persónubundið hvernig fólk kýs að ferðast Gullna hringinn. Margir kjósa hópferðir á meðan aðrir vilja ferðast einsamlir. Hér eru nokkrir ferðamátar og hvað skal hafa í huga við val á hverjum og einum.

Einkabíll

Fyrir þá sem eiga sinn eigin bíl, sem er nógu heillegur í langferð, þá er upplagt að nýta hann í ferðalagið. Það mun kosta eldsneyti og stöku sinnum bílastæðagjald en mun líklegast kosta þig minna en rútuferð eða bílaleigubíll. Fyrir þá sem líkar að ferðast í litlum hópum, pörum eða einsamlir þá er þetta kjörinn kostur. Einkabíll gefur frelsi til að stoppa þar og þegar bílstjórinn kýs og ekki þarf að bíða eftir öðrum nema farþegum bílsins, ef þeir eru einhverjir. Auðvelt er að búa til dagskrá þar sem fjölmargir ferðalangar og fyrirtæki hafa þegar sett sínar dagskrár á netið – það þarf einfaldlega að finna þá sem hentar best.

Rútur

Fyrir miklar félagsverur er rútan besta ákvörðunin. Fallegar minningar um hópsöngva í skólaferðalögum eiga kannski ekki alveg við, en það er víst að rútan verði full af fólki allstaðar að úr heiminum. Það er hægt að kenna þeim íslenska siði – hversu raunverulegir þeir siðir eru er undir þér komið. Þú þarft ekki að hugsa um akstur eða áfangastað, þú kemur þér bara vel fyrir með öllum nýju, tilvonandi vinum þínum og horfir á landslagið þjóta hjá. Margar halda sig frá rútuferðum þar sem ferðin kostar nokkra seðla og þær eru ekki tilbúnar að skilja við alla þessa Jóna Sigurðssyni. Margar rútuferðir eru í boði og gæðin eru mismunandi, en ef valið er viturlega er kostnaðurinn vel þess virði.

Kerid is a beautiful crater lake of a turquoise color located on the South-West of Iceland. HDRBílaleigubíll

Ef þú átt ekki þinn eigin bíl, eða þá að hann er ekki ökufær, þá er bílaleigubíll mjög góður valkostur. Þrátt fyrir aldurstakmörk og skilmála þá er bílaleigubíll með sömu kosti og einkabíll, kostnaðurinn er líklegast ákveðinn þröskuldur fyrir marga en það er ódýrara að leigja bíl fyrir einn dag en að reka bíl dagsdaglega. Fjöldi ferðamanna á sumrin tryggir bílaflota sem fæst ódýr aðra tíma ársins.

Leigubíll (Taxi)

Nýjasti möguleikinn er að taka leigubíl hringinn. Þetta er í raun mjög líkt rútuferðunum nema að farið er á bíl. Dagskráin er fyrirfram ákveðin, ökumaður fylgir og þú þarft engar áhyggjur að hafa og getur notið útsýnisins. Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja, eða geta, ekki keyrt sjálfir en vilja alla kosti þess að vera á bíl. Verð fer eftir stærð bílsins (1-4 eða 4-8 farþegar) og fast gjald er fyrir ferðina.

Hjólandi

Ef þú ert ekki bifreiða týpan þá eru hjól góður valkostur. Sérstaklega ef þú nýtur þess að lifa á brúninni, þar sem alvarlegur skortur á hjólreiðastígum er staðreynd á Íslandi. Það er  ókeypis að hjóla en ef þig langar að láta einhvern annan bera ábyrgð á þér í 8 klukkustunda hljólreiðaferð er það einnig valkostur. Gegn veglegu gjaldi þó. Reiðhjól gera þér kleift að njóta náttúrunnar mun betur um leið og styrkt er líkamann. Mótorhjól eru líka valkostur og tryggja fljótari yfirferð.

Fótgangandi

Þó hringurinn myndi taka þó nokkuð langann tíma, þá er þetta góður valkostur fyrir þá sem njóta þess að ganga, skokka eða hlaupa. Það er engin dagskrá og algjört frelsi. Þó veðrið getur breyst snögglega er það góð leið til að ná tengslum við náttúruöflin. Svo lengi sem er farið varlega og allar leiðir skoðaðar vandlega, ætti ekkert að standa í veg fyrir göngunni.

Hvaða ferðamáti sem ákveðinn verður þá er fyrir öllu að gæta öryggis og skoða veður áður en ferðast er Gullna hringinn.

Continue Reading

Hvað er eðlilegt verð fyrir smurningu á bíl?

Hvað er eðlilegt verð fyrir smurningu á bíl?

Að reka bíl er oft kostnaðarsamt. Viðhaldið er mikið og þeir seljast sjaldnast á sama verði og þeir eru keyptir og skila enn sjaldnar hagnaði. Fæstir eru svo vel búnir að hafa þekkingu á bílaviðgerðum og -viðhaldi sjálfir. Reglulegar skoðanir og viðhald ásamt stökum viðgerðum kosta mikið og því er alltaf leitað eftir ódýrasta kostinum. Þó þarf að hafa í huga að ódýrasti kosturinn er ekki endilega sá besti. Reglulegt viðhald, líkt og smurning, getur kostað mikið en sparnaður getur verið verið töluverður.

Hvað er eðlilegt verð fyrir smurningu á bíl? Verðin eru á bilinu 12.000 til 20.000 krónur og jafnvel hærra en það. Hafa verður í huga að gerð bíls og aldur spila oft inn í hversu hátt gjaldið er. Einnig er vert að minnast á það að ódýrasti valkosturinn er ekki alltaf sá besti. Mismunandi gæði smurolíu og vinnu getur aukið kostnað seinna meir. Verðið ræðst að olíunni, síunni og vinnu. Klukkutímagjald starfsmanns er æði mismunandi milli staða og gæði síu og olíu.

Hvað er eðlilegt verð fyrir smurningu á bíl?Skráður kílómetrafjöldi milli smurningar er breytilegur milli bíla. Því er eðlilegt að fyrir bíla sem hafa fleiri kílómetra milli skráðra smurningar þarf að borga meira. Því getur oft verið að þó þú borgir meira en einhver annar fyrir smurþjónusta, þýðir ekki að sparnaðurinn sé meiri. Til dæmis er hagstæðara að eiga bíl sem þarf að fara á 20.000 km fresti og borgar 20.000 kr í hvert skipti en að eiga bíl sem kostar aðeins 10.-12.000 kr að smyrja en þá á 5.000 km fresti. Því er best að hafa það í huga hverskonar viðhald bíllinn þarf og hversu oft.

Það er ekki til endanlegt svar við þessari spurningu, þegar kemur að bílum. Bílar eru mismunandi og spilar þar inn í stærð og skráður kílómetrafjöldi milli smurninga. Best er þó að borga fyrir gæði þar sem ódýr sía getur morknað og farið inn í vélina og getur valdið töluverðum skaða. Svo virðist sem að allt frá 10.000 – 23.000 kr séu eðlilegt verð. Hægt er að leita af frekari verðum og fengið verðmat á netinu frá hinum ýmsu smurstöðum.

Continue Reading

Barnaföt á íslandi

Barnafatamarkaður

Barnafot á islandi

Síðastliðin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi haft svo kallaðan skiptimarkað fyrir barnaföt. Markaðurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda og fjölmargir nýta sér þessa þjónustu. Skiptimarkaðurinn felst í því að gefin er flík í skiptum við aðra. Margar barnafjölskyldur nýta sér þessa þjónustu ár eftir ár. Börn vaxa upp úr fötum fljótt og oft áður en flíkur eru úr sér slitnar. Því er gott að hafa kost á því að geta skipt barnafötunum út fyrir önnur í stærri stærðum. Þetta er endurnýting á fötum sem hægt er enn hægt að nota. Þegar skilað er inn fötum til markaðarins er farið yfir flíkurnar og gefinn út miði sem segir hversu margar flíkur er hægt að fá í staðinn. Miklu máli skiptir að fötin séu heil og að hægt sé að nota þau aftur, því er ekki tekið við öllu sem kemur inn.

Barnafot á islandi

Barnaföt á Íslandi eru töluvert dýrari en í nágrannalöndum og því margir sem kjósa að versla erlendis. Með því að gera fólki kleift að skipta á fötum, eru auknar líkur á að fólk muni halda áfram að skipta við íslensk fyrirtæki. Gæða fatnaður endist mun lengur og honum er hægt að skipta út fyrir annan fatnað.Fjölmörg fyrirtæki hafa sprottið upp sem selja barnaföt á Íslandi. Merkjavörur í barnafötum hafa verið að gera vart við sig í auknum mæli og íslensk hönnun og framleiðsla hefur aukist til muna. Fólki er meira að hugsa um gæði fatnaðarins og því er skiptimarkaður stórsniðugur fyrir öll þessi endingargóðu föt. Á fatamarkaðnum skiptir stærð flíkana og gerð engu máli, þú færð einfaldlega flík fyrir flík.

Margir foreldrar fagna þessari hugmynd og er markaðurinn stöðugt vel sóttur.. Fyrir jól er oft aukadegi bætt við í hverri viku þar sem margir leita eftir sparifötum. Spariföt eru notuð sjaldan og eru því oft í góðu lagi þegar barnið vex upp úr þeim. Margir foreldrar skipta fötum sem ekki geta gengið til yngri systkina og finna eitthvað annað við hæfi í staðinn. Skiptimarkaðurinn ýtir undir betri nýtingu og endurvinnslu fatnaðar. Rauði krossinn á Íslandi stendur einnig fyrir fatasölu víðsvegar um land á notuðum fötum og sjá um endurnýtingu á ónýtum flíkum og hinum ýmsu efnum.

Continue Reading