Barnaföt á íslandi

Barnafatamarkaður

Barnafot á islandi

Síðastliðin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi haft svo kallaðan skiptimarkað fyrir barnaföt. Markaðurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda og fjölmargir nýta sér þessa þjónustu. Skiptimarkaðurinn felst í því að gefin er flík í skiptum við aðra. Margar barnafjölskyldur nýta sér þessa þjónustu ár eftir ár. Börn vaxa upp úr fötum fljótt og oft áður en flíkur eru úr sér slitnar. Því er gott að hafa kost á því að geta skipt barnafötunum út fyrir önnur í stærri stærðum. Þetta er endurnýting á fötum sem hægt er enn hægt að nota. Þegar skilað er inn fötum til markaðarins er farið yfir flíkurnar og gefinn út miði sem segir hversu margar flíkur er hægt að fá í staðinn. Miklu máli skiptir að fötin séu heil og að hægt sé að nota þau aftur, því er ekki tekið við öllu sem kemur inn.

Barnafot á islandi

Barnaföt á Íslandi eru töluvert dýrari en í nágrannalöndum og því margir sem kjósa að versla erlendis. Með því að gera fólki kleift að skipta á fötum, eru auknar líkur á að fólk muni halda áfram að skipta við íslensk fyrirtæki. Gæða fatnaður endist mun lengur og honum er hægt að skipta út fyrir annan fatnað.Fjölmörg fyrirtæki hafa sprottið upp sem selja barnaföt á Íslandi. Merkjavörur í barnafötum hafa verið að gera vart við sig í auknum mæli og íslensk hönnun og framleiðsla hefur aukist til muna. Fólki er meira að hugsa um gæði fatnaðarins og því er skiptimarkaður stórsniðugur fyrir öll þessi endingargóðu föt. Á fatamarkaðnum skiptir stærð flíkana og gerð engu máli, þú færð einfaldlega flík fyrir flík.

Margir foreldrar fagna þessari hugmynd og er markaðurinn stöðugt vel sóttur.. Fyrir jól er oft aukadegi bætt við í hverri viku þar sem margir leita eftir sparifötum. Spariföt eru notuð sjaldan og eru því oft í góðu lagi þegar barnið vex upp úr þeim. Margir foreldrar skipta fötum sem ekki geta gengið til yngri systkina og finna eitthvað annað við hæfi í staðinn. Skiptimarkaðurinn ýtir undir betri nýtingu og endurvinnslu fatnaðar. Rauði krossinn á Íslandi stendur einnig fyrir fatasölu víðsvegar um land á notuðum fötum og sjá um endurnýtingu á ónýtum flíkum og hinum ýmsu efnum.

Continue Reading