Fasteignir og verðmat

Verðmat fasteigna

Fasteignir og verðmat

Að fá verðmat á fasteign er heldur einfalt mál. Flestar fasteignasölur taka að sér verðmat á fasteignum og nokkrar gera það þér að kostnaðarlausu. Ef seld er fasteign með önnur fasteignakaup í huga þarf einnig að athuga hversu mikið eigið fé þú hefur í fasteign þinni. Það er, reiknað er söluvirði fasteignarinnar og tekið er í burtu öll áhvílandi lán og kostnað við söluna. Gott er að reikna út eigið fé til að vita hversu mikið þú munt fá í lok sölu.

Fyrsta skrefið þegar hugað er að sölu fasteignar er að hafa samband við fasteignasölu til að verðmat. Hægt er líka að gera gróft verðmat á netinu á heimasíðum fasteignasala áður en lengra er haldið. Nokkra fasteignasölur bjóða upp á frítt verðmat og er kjörið að nýta sér þá þjónustu. Þeir taka síðan ákvörðun hvort þeir vilji sjá um sölu og þá er í höndum eigandans hvort ráðist er í söluferli eða ekki.

Verðmat fasteigna fyrir bankaverðmat eða aðra nýtingu er annað mál. Fasteignasölur geta framkvæmt verðmat gegn gjaldi en sjaldgæft er að þær séu gerðar endurgjaldslaust undir slíkum kringumstæðum. Sumar sölur kunna að hafa skilmála, því þarf að gæta þess vel að ana ekki út í ferli tengt sölu. Til eru dæmi um eigendur sem hættu við sölu og þurftu því að borga fasteignasölunni 20.000 kr. Því skal varast að sum verðmöt haldist frí aðeins ef sama fasteignasala fær söluréttindin eða ef sala er gerð af þeim. Það er þó sjaldgæft en best er að hafa varann á.

Ef um söluferli er að ræða er best að tala við fasteignasölu og ef hafður er augastaður á sérstakri eign í skiptum er gott að hafa samband við þann söluaðila. Sú fasteignasalan sem hefur söluumboð á eftirsóttri eign ætti að geta komist að besta mögulega tilboði ef hún sér um söluumboðið á þinni eign einnig. Það er einnig líklegra að fá frítt verðmat án nokkra skilmála ef þeir eru líklegir til að vera með söluumboð á þinni eign.

Continue Reading