Hvað er eðlilegt verð fyrir smurningu á bíl?

Hvað er eðlilegt verð fyrir smurningu á bíl?

Að reka bíl er oft kostnaðarsamt. Viðhaldið er mikið og þeir seljast sjaldnast á sama verði og þeir eru keyptir og skila enn sjaldnar hagnaði. Fæstir eru svo vel búnir að hafa þekkingu á bílaviðgerðum og -viðhaldi sjálfir. Reglulegar skoðanir og viðhald ásamt stökum viðgerðum kosta mikið og því er alltaf leitað eftir ódýrasta kostinum. Þó þarf að hafa í huga að ódýrasti kosturinn er ekki endilega sá besti. Reglulegt viðhald, líkt og smurning, getur kostað mikið en sparnaður getur verið verið töluverður.

Hvað er eðlilegt verð fyrir smurningu á bíl? Verðin eru á bilinu 12.000 til 20.000 krónur og jafnvel hærra en það. Hafa verður í huga að gerð bíls og aldur spila oft inn í hversu hátt gjaldið er. Einnig er vert að minnast á það að ódýrasti valkosturinn er ekki alltaf sá besti. Mismunandi gæði smurolíu og vinnu getur aukið kostnað seinna meir. Verðið ræðst að olíunni, síunni og vinnu. Klukkutímagjald starfsmanns er æði mismunandi milli staða og gæði síu og olíu.

Hvað er eðlilegt verð fyrir smurningu á bíl?Skráður kílómetrafjöldi milli smurningar er breytilegur milli bíla. Því er eðlilegt að fyrir bíla sem hafa fleiri kílómetra milli skráðra smurningar þarf að borga meira. Því getur oft verið að þó þú borgir meira en einhver annar fyrir smurþjónusta, þýðir ekki að sparnaðurinn sé meiri. Til dæmis er hagstæðara að eiga bíl sem þarf að fara á 20.000 km fresti og borgar 20.000 kr í hvert skipti en að eiga bíl sem kostar aðeins 10.-12.000 kr að smyrja en þá á 5.000 km fresti. Því er best að hafa það í huga hverskonar viðhald bíllinn þarf og hversu oft.

Það er ekki til endanlegt svar við þessari spurningu, þegar kemur að bílum. Bílar eru mismunandi og spilar þar inn í stærð og skráður kílómetrafjöldi milli smurninga. Best er þó að borga fyrir gæði þar sem ódýr sía getur morknað og farið inn í vélina og getur valdið töluverðum skaða. Svo virðist sem að allt frá 10.000 – 23.000 kr séu eðlilegt verð. Hægt er að leita af frekari verðum og fengið verðmat á netinu frá hinum ýmsu smurstöðum.

Continue Reading