Að ferðast Gullna hringinn

Hinir ýmsu ferðamátar um Gullna hringinn

Kerid is a beautiful crater lake of a turquoise color located on the South-West of Iceland. HDRGullni hringurinn er einn af elstu markaðsettu ferðum fyrir ferðamenn á Íslandi. Þingvellir, Gullfoss og Geysir eru helstu áfangastaðir ferðarinnar, þó að fjölmargir aðrir áhugaverðir staðir eru á svæðinu. Þúsundir ferðamanna ferðast um Gullna hringinn árlega og fjölmargir valkostir þegar kemur að ferðamáta og tilhögun ferðarinnar. Það er mjög persónubundið hvernig fólk kýs að ferðast Gullna hringinn. Margir kjósa hópferðir á meðan aðrir vilja ferðast einsamlir. Hér eru nokkrir ferðamátar og hvað skal hafa í huga við val á hverjum og einum.

Einkabíll

Fyrir þá sem eiga sinn eigin bíl, sem er nógu heillegur í langferð, þá er upplagt að nýta hann í ferðalagið. Það mun kosta eldsneyti og stöku sinnum bílastæðagjald en mun líklegast kosta þig minna en rútuferð eða bílaleigubíll. Fyrir þá sem líkar að ferðast í litlum hópum, pörum eða einsamlir þá er þetta kjörinn kostur. Einkabíll gefur frelsi til að stoppa þar og þegar bílstjórinn kýs og ekki þarf að bíða eftir öðrum nema farþegum bílsins, ef þeir eru einhverjir. Auðvelt er að búa til dagskrá þar sem fjölmargir ferðalangar og fyrirtæki hafa þegar sett sínar dagskrár á netið – það þarf einfaldlega að finna þá sem hentar best.

Rútur

Fyrir miklar félagsverur er rútan besta ákvörðunin. Fallegar minningar um hópsöngva í skólaferðalögum eiga kannski ekki alveg við, en það er víst að rútan verði full af fólki allstaðar að úr heiminum. Það er hægt að kenna þeim íslenska siði – hversu raunverulegir þeir siðir eru er undir þér komið. Þú þarft ekki að hugsa um akstur eða áfangastað, þú kemur þér bara vel fyrir með öllum nýju, tilvonandi vinum þínum og horfir á landslagið þjóta hjá. Margar halda sig frá rútuferðum þar sem ferðin kostar nokkra seðla og þær eru ekki tilbúnar að skilja við alla þessa Jóna Sigurðssyni. Margar rútuferðir eru í boði og gæðin eru mismunandi, en ef valið er viturlega er kostnaðurinn vel þess virði.

Kerid is a beautiful crater lake of a turquoise color located on the South-West of Iceland. HDRBílaleigubíll

Ef þú átt ekki þinn eigin bíl, eða þá að hann er ekki ökufær, þá er bílaleigubíll mjög góður valkostur. Þrátt fyrir aldurstakmörk og skilmála þá er bílaleigubíll með sömu kosti og einkabíll, kostnaðurinn er líklegast ákveðinn þröskuldur fyrir marga en það er ódýrara að leigja bíl fyrir einn dag en að reka bíl dagsdaglega. Fjöldi ferðamanna á sumrin tryggir bílaflota sem fæst ódýr aðra tíma ársins.

Leigubíll (Taxi)

Nýjasti möguleikinn er að taka leigubíl hringinn. Þetta er í raun mjög líkt rútuferðunum nema að farið er á bíl. Dagskráin er fyrirfram ákveðin, ökumaður fylgir og þú þarft engar áhyggjur að hafa og getur notið útsýnisins. Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja, eða geta, ekki keyrt sjálfir en vilja alla kosti þess að vera á bíl. Verð fer eftir stærð bílsins (1-4 eða 4-8 farþegar) og fast gjald er fyrir ferðina.

Hjólandi

Ef þú ert ekki bifreiða týpan þá eru hjól góður valkostur. Sérstaklega ef þú nýtur þess að lifa á brúninni, þar sem alvarlegur skortur á hjólreiðastígum er staðreynd á Íslandi. Það er  ókeypis að hjóla en ef þig langar að láta einhvern annan bera ábyrgð á þér í 8 klukkustunda hljólreiðaferð er það einnig valkostur. Gegn veglegu gjaldi þó. Reiðhjól gera þér kleift að njóta náttúrunnar mun betur um leið og styrkt er líkamann. Mótorhjól eru líka valkostur og tryggja fljótari yfirferð.

Fótgangandi

Þó hringurinn myndi taka þó nokkuð langann tíma, þá er þetta góður valkostur fyrir þá sem njóta þess að ganga, skokka eða hlaupa. Það er engin dagskrá og algjört frelsi. Þó veðrið getur breyst snögglega er það góð leið til að ná tengslum við náttúruöflin. Svo lengi sem er farið varlega og allar leiðir skoðaðar vandlega, ætti ekkert að standa í veg fyrir göngunni.

Hvaða ferðamáti sem ákveðinn verður þá er fyrir öllu að gæta öryggis og skoða veður áður en ferðast er Gullna hringinn.